um

okkur

Við erum einvala lið með áratuga reynslu í skipulagningu og hönnun viðburða. Tryggjum vandaða fjármála- og verkefnastjórnun.

STJÓRNENDUR

AKG

Anna Katrín Guðmundsdóttir hefur áratuga reynslu sem verkefnastjóri í mjög fjölbreyttum verkefnum og viðburðum, lengst af sem framleiðandi sjónvarpsefnis og útsendingarstjóri beinna útsendinga. Í seinni tíð hafa verkefnin verið fjölbreyttari og úr ólíkari áttum, svo sem skipulagning ráðstefna, verkefnastjórnun við framleiðslu á margmiðlunarsýningum, verkstýring við teiknimyndagerð, framleiðsla kvikmynda og sjónvarpsefnis auk skipulagninga sérferða fyrir erlenda ferðamenn.

Anna Katrín er með BA í Broadcasting og MPM í verkefnastjórnun.

ÝG

Ýr Gunnlaugsdóttir hefur unnið að skipulagningu á ráðstefnum, smáum sem stórum um  árabil og stýrði viðburða- og ferðadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu, er öflug sölukona sem rak og átti verslun í Smáralind. Einnig bjó hún lengi erlendis og talar meðal annars reiprennandi þýsku og svissþýsku.

Ýr er með diploma í hótelfræðum bæði frá Schweizerische Hotelfachschule Luzern og HotelHandel Schule Bern í Sviss.

Veislur /
Viðburðir

Fundir /
Ráðstefnur

VIP Þjónusta

Starfsdagar