Fundir & Ráðstefnur

Áralöng reynsla af öllu því sem viðkemur skipulagningu og framkvæmd á vel heppnuðum fundum og ráðstefnum.

Allt utanumhald:  skráning, fjármál, fundaskipulagning, hótelbókanir, kvöldverðir og móttökur.

Umsagnir Viðskiptavina

  • "Tríó Events kom með frjóar hugmyndir, unnu hratt og örugglega, gerðu hagkvæma áætlun sem stóðst.  Upplifunin var frábær og bæði starfsmenn og gestir nutu sín til fulls"

    Geir Borg
    Geir Borg Framkvæmdastjóri Gagarín
  • „Við hefðum ekki getað fundið okkur betri samstarfsaðila við skipulagningu og framkvæmd opnunarpartýsins. Trió Events leystu verkefnið af mikilli fagmennsku, samskiptin á undirbúningsferlinu voru skýr og árangursrík og þegar kom að sjálfum viðburðinum gátum við sinnt gestum okkar stolt og áhyggjulaus.“

    Helgi Steinar Helgason
    Helgi Steinar Helgason Tvíhorf Arkitektar
  • ,,Olís var í samstarfi við Tríó Events Reykjavík varðandi viðburðastjórnun á öllum helstu viðburðum á 90 ára afmælisári Olís í ár. Um var að ræða fjölmennan starfsdag sem haldinn var á Hótel Selfossi, velheppnaða fjölskylduhátíð í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og svo hápunktur ársins sem var afmælishátíð í Hörpu. Tríó Events Reykjavík sá um þessa viðburði frá a – ö þar með talið alla umgjörð, val á ráðgjöfum, skemmtikröftum, veitingum og tónlist.  Allt þetta var unnið af mikilli fagmennsku, gleði og hugmyndaauðgi. Allt stóðst allt eins og stafur á bók og gef ég því Tríó Events okkar allra bestu meðmæli."

    Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
    Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri Mannauðssviðs
  • ,,Við í stjórn Indriða, starfsmannafélags Alvogen&Alvotech, fengum Tríó til liðs við okkur til að skipuleggja árshátíð fyrirtækisins og það var aldeilis rétt ákvörðun! Samvinnan með Tríó var fyrsta flokks, samskiptin voru fagmannleg en jafnframt persónuleg og hlýleg.  Það er greinilegt að Tríó dömurnar eru hoknar af reynslu í þessum bransa, en það skilaði sér í flottustu árshátíð fyrirtækisins hingað til! Við munum tvímælalaust vinna áfram með Tríó að næstu viðburðum okkar."

    Jóhann Frímann Rúnarsson
    Jóhann Frímann Rúnarsson Formaður starfsmannafélags Alvogen & Alvotech
  • „Það var mikill heiður fyrir Háskólann í Reykjavík að vera boðið að vera gestgjafi Innovation and Product Development Management ráðstefnunnar, sem er virtasta fræðiráðstefna á sviði nýsköpunar og er haldin ár hvert í völdum Evrópskum háskólum. Við vildum tryggja að allt færi snurðulaust fram, gestir yrðu ánægðir og kostnaðaráætlun stæðist. Þess vegna ákváðum við að leita til Trio Events til að halda utan um ráðstefnuna. Samstarfið reyndist okkur afar vel, allt gekk eins og vel smurð vél, gestir voru himinlifandi og kostnaður var undir áætlun!“

    Dr. Marina Candi
    Dr. Marina Candi Háskólinn í Reykjavík
  • ,,Við leituðum til Tríó Events vegna skipulagningar á aðalfundi fyrirtækisins. Öll samskipti voru til fyrirmyndar, skjót svör og allar upplýsingar skiluðu sér hratt og örugglega. Dagurinn tókst í alla staði vel, starfsmaður frá Tríó Events fylgdi hópnum frá morgni og fram á kvöld og sá til þess að allt gengi vel fyrir sig. Við mælum hiklaust með Tríó Events og munum örugglega leita til þeirra aftur!"

    Þyri Hall
    Þyri Hall Þjónustudeild Deloitte hf.

Veislur /
Viðburðir

Fundir /
Ráðstefnur

VIP Þjónusta

Starfsdagar